Hallfríður M Griffiths

ID: 20565
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906

Hallfríður Melsted Mynd VÍÆ IV

Hallfríður Melsted fæddist 29. október, 1906 í Mountain, N. Dakota. Freda Griffiths í hjónabandi. Þau skildu.

Maki: 2. ágúst, 1958 LeRoy Griffiths f. 2. febrúar, 1910.

Barnlaus.

Hallfríður var dóttir Sigurðar Júlíusar Magnússonar Melsted og Rósu Jóhannesdóttur, landnema í Mountain, N. Dakota.  Hún lauk þar grunnskólanámi og lauk svo prófi í State Teachers College í Valley City í N. Dakota árið 1929 og áfram menntaði hún sig. Gekk í San Francisco State College og lauk þar námi átið 1953.  Eftir nám gerðist hún kennari, kenndi í skólum í N. Dakota í 10 ár, seinna í Utah og Wyoming. Settist svo að í Kaliforníu og vann í Anglo California Bank í San Francisco 1946-1950. Fór það ár aftur að kenna og starfaði við ýmsa skóla í Oakland í Kalifornia.  LeRoy var sjómaður og var vélstjóri á skipum Bandaríkjahers.