Hallfríður S Stefánsdóttir

ID: 17231
Fæðingarár : 1884
Dánarár : 1937

Hallfríður S Stefánsdóttir

Hallfríður Stefanía Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 19. mars, 1884. Dáin í Winnipeg 8. mars, 1937.

Maki: 4. júlí, 1908 Árni Sigurðsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 14. nóvember, 1884.

Barnlaus.

Árni fór ungur til Akureyrar þar sem hann lærði trésmíði og málaraiðn. Eftir tveggja ára dvöl í Kaupmannahöfn og Bergen, stundaði hann um skeið trésmíði og húsamálun á Íslandi en 1910 flutti hann til Vesturheims. Hann bjó fyrst í Winnipeg árin 1910-19, fór þá vestur til Springwater í Saskatchewan þar sem hann dvaldi til 1922. Þaðan lá svo leið hans til Wynyard til ársins 1937, þá til baka til Winnipeg 1937-40 og eftir það í Seven Sisters Falls. Alla tíð tók hann virkan þátt í félagsstarfssemi landa sinna hvar sem hann bjó og árið 1949 var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar.