
Hannes Kristjánsson Mynd RoQ

Kristín Ólafsdóttir Mynd RoQ
Hannes Kristjánsson fæddist í N. Dakota 25. júlí, 1884. Dáinn í Seattle árið 1953.
Maki: 23. júní, 1915 Kristín Ingibjörg Ólafsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1887, d. 1957.
Börn: 1. Kristbjörg Ethel f. 14. apríl, 1916 2. Kristján Brynjólfur f. 27. apríl, 1917 3. Elvin f. 14. september, 1918 4. Svanfríður f. 27. september, 1919 5. Hannes f. 11. ágúst, 1921 6. Sigurrós f. 18. september, 1922 7. Sigurjón f. 16. október, 1926 8. Ivan f. 3. nóvember, 1933.
Hannes var sonur Kristjáns G Gunnlaugssonar bónda í Pembinabyggð í N. Dakota. Þau námu land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1904 og settust þar að ári síðar. Þau bjuggu þar til ársins 1926 fluttu þá til Wynyard og þaðan 1929 til Winnipeg. Voru þar stutt því kreppan skall á og vinna var lítil svo þau settust að í Mountain í N. Dakota. Árið 1944 settust þau að í Seattle vestur við Kyrrahaf.
