Harald H Sigmar

ID: 20428
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1917
Dánarár : 2013
Harald Sigmar obituary, Sunnyside, WA

Séra Harald H Sigmar Mynd VÍÆ I

Séra Haraldur Steingrímur Haraldsson fæddist í Selkirk, Manitoba 30. mars, 1917. Dáinn 15. desember, 2013. Rev.Harald Sigmar vestra.

Maki: 15. júní, 1940 Kristbjörg Ethel Hannesdóttir f. 14. apríl, 1916.

Börn: 1. Wallace Harald f. 10. október, 1946 2. Kristín Margrethe f. 21. nóvember, 1948 3. Karen Ethel f.  júlí, 1950  4. Thora Stefanie f. 19. desember, 1953.

Haraldur Steingrímur var sonur séra Haraldar Sigmar og Önnu Margrethe Thorlaksson og ólst upp hjá þeim í Wynyard í Saskatchewan og Mountain, N. Dakota. Hann lauk B.A.prófi frá University of N. Dakota árið 1938, M.A. prófi frá University of Pennsylvania 1943 og B.D. prófi frá Mount Airy Seminary sama ár. Hann var vígður prestur til Hallgrímssafnaðar í Seattle í Washington 20. júní, 1943 og þjónaði honum til 1951. Þá flutti hann til Manitoba og var prestur lúterska safnaðarins í Gimli 1951-55. Aftur hvarf hann til Washington þar sem hann þjónaði söfnuði í Kelso 1955-57. Hann var ráðinn til Háskóla Íslands 1957 og kenndi þar í guðfræðideild til 1959. Hann fór enn aftur til Washington og gerðist prestur í St. Pauls Lutheran Church í Vancouver.