Haraldur Brynjólfsson

ID: 19132
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Rosseau
Dánarár : 1979

Haraldur Brynjólfsson fæddist í Rosseau í Ontario. Dáinn 11. apríl, 1979 í Vancouver. Haraldur B. Johnson vestra.

Maki: 1916 Margrét Magnúsdóttir frá í Reykjavík í Gullbringusýslu, d. 3. apríl, 1964 í Vancouver.

Börn: 1. Florence 2. Thelma 3. Fern.

Haraldur flutti með foreldrum sínum, Brynjólfi Jónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur árið 1884 til Mountain í N. Dakota og þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905. Hann nam land í Wynyardsbyggð og bjó þar einhver ár en þaðan fór hann með fjölskyldu sína til Port Albernie í Bresku Kolumbíu. Haraldur og Margrét fluttu til Vancouver og eftir lát hennar flutti Haraldur á dvalarheimilið Höfn í borginni.

Aftari röð Steingrímur Brynjólfsson, Halldóra S Magnúsdóttir, eiginkona Stefáns P Sigurjónssonar, Jón Stefán (Steve) Magnússon, kona hans, Jósefína heldur á barni og loks Haraldur Brynjólfsson. Fyrir framan Steingrím situr Kristjana Jakobína (Bina) Westdal, , þá Ella Johnson og svo Margrét Johnson. Börnin fyrir fram eru Einar Johnson, Ingi Sigurjónsson, Kári Sigurjónsson og loks Florence Johnson. Mynd RbQ