Helga Guðmundsdóttir fæddist 10. desember, 1851 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 29. maí, 1940 í Oak Point. Olsen í Manitoba.
Maki: Ólafur Ólafsson f. 18. júlí, 1847 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Winnipeg 13. janúar, 1902. Olsen í Manitoba
Börn: 1. Ólafur (Oliver) f. 1877, d. 1944 2. Friðrik (Fred) Júlíus f. 1. júlí, 1883 í Winnipeg, d. 1967 3. Leonard Helgi f. 18. september, 1891 í Winnipeg. 4. Guðrún 5. Dan 6. Anna.
Ólafur flutti einsamall vestur til Ontario árið 1876 og fór þaðan austur í Markland í Nova Scotia. Þangað kom Helga árið 1878 með Ólaf, ársgamlan. Þau bjuggu í byggðinni nokkur ár, síðan í Halifax en fluttu vestur til Winnipeg árið 1883 þar sem þau bjuggu alla tíð. Ólafur var með mjólkurbú vestur af borginni þar sem í dag er 510 Maryland St. Hann mun hafa kallað sig Fellsted í Marklandi en breytti því í Olsen þegar til Winnipeg var komið.