Helga Jónsdóttir

ID: 16432
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1912

Helga Jónsdóttir fæddist 10. apríl, 1883 í Argyle í Manitoba. Dáin 11. september, 1912 í Winnipeg.

Maki: Friðrik Þórðarson fæddist í N. Þingeyjarsýslu 7. maí, 1883. Bjarnason vestra.

Börn: Með Helgu 1. Jón Friðrik f. 17. febrúar, 1907 2. Stefanía f. 27. febrúar, 1908 3. Laura Michaelina f. 17. maí, 1908 4. Magnús Theodór f. 30. júní, 1911.

Helga var dóttir Jóns Magnússonar og Stefaníu Jónsdóttur í Argyle í Manitoba., sem vestur fluttu árið 1876.                    Friðrik var sonur Þórðar Guðjohnsen, verslunarstjóra á Húsavík og Helgu Friðriku Vigfúsdóttur frá Ytri-Tungu á Tjörnesi. Hann var tíu daga gamall þegar hann var tekinn í fóstur af séra Jóni Bjarnasyni og Láru Guðjohnsen. Með þeim fór Þórður vestur til Winnipeg árið 1884. Helga og Friðrik bjuggu alla tíð í Winnipeg, hann vann verslunarstörf og seldi seinna líftryggingar.