Helga Tómasdóttir

ID: 8125
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1964

Helga Tómasdóttir Mynd VÍÆ II

Helga Tómasdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu, 3. janúar, 1872. Dáin 16. júlí, 1964 í Nýja Íslandi.

Maki:  29. janúar, 1893 Þorvaldur Þórarinsson fæddist í Hnappadalssýslu 4. desember, 1855, d. í Nýja Íslandi 22. ágúst, 1929.

Börn: 1. Sigtryggur (Tryggvi) f. 16. ágúst, 1894 2. Þórarinn 2. mars, 1896 3.Vilhelmína Sigurbjörg f. 8. mars, 1898 4. Albert Vilhjálmur f. 28. maí, 1899 5. Tómas Lárus (Wilbert) 21. júní, 1900 6. Kristín Soffía f. 14. júlí, 1901 7. Stefán Haraldur f. 1. febrúar, 1903 8. Jónas Helgi f. 5. mars, 1904 9. Tómas Þorvaldur f. 18. nóvember, 1905 10. Kristján f. 16. mars, 1907 11. Lárus f. 10. janúar, 1908.

Helga fór vestur til Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Tómasi Jónassyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi. Þorvaldur fór einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876. Fór til Nýja Íslands fljótlega en dvaldi þar stutt því hann fékk vinnu austur af Selkirk við járnbrautarlagningu. Þaðan lá leiðin norður í Mikley árið 1878 og 1881 var hann sestur að við Íslendingafljót. Bjó í Fljótsbyggð alla tíð.