Jón Helgi Bjarnason fæddist í Húnavatnssýslu 6. júlí, 1887. Dáinn í Vancouver 27. maí, 1977. Jón Pálmason vestra.
Maki: 24. maí, 1909 Stefanía Sigurborg Gestsdóttir (Oddleifsson) f. 16. aprí, 1890 í Geysirbyggð.
Börn: 1. Þórey Anna 2. Victor Sigmar 3. Jón Sigurberg 4. Sigrún Lilja Octavía 5. Svava Sigurborg 6. Kristín d. í fæðingu 7. Gestur 8. Laura 9. Norman Wallace.
Jón flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Bjarna Pálmasyni og Önnu Eiríksdóttur og systkinum. Jón var rétt mánaðargamall þegar ferðalagið vestur hófst en bæði hann og móðir hans veiktust í ferðinni og gat hún ekki gefið drengnum. Önnur kona í hópnum með nýfætt barn kom Jóni til bjargar og lifðu hann og móðir hans raunina af. Hann ólst upp í Nýja Íslandi og bjó lengi í Riverton.
