ID: 12032
Fæðingarár : 1877
Dánarár : 1931

Helgi Jónsson Mynd VÍÆ II
Helgi Jónsson fæddist í N.Múlasýslu 11. október, 1877. Drukknaði í Assiniboineá 25. apríl, 1931.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti til Vesturheims árið 1907 og settist að í Saskatchewan. Þar stundaði hann fiskveiðar í Dore Lake. Árið 1922 keypti hann af landa sínum billiardstofu á Sargent Ave. í Winnipeg. Rak hana vel og varð hún nokkurs konar samkomustaður Íslendinga þar í hverfinu.