Henrietta Sigurjónsdóttir

ID: 19343
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Garðarbyggð
Dánarár : 1972

Henrietta Sigurjónsdóttir fæddist 1884 í Garðarbyggð í N. Dakota. Dáin 5. nóvember, 1972 í Saskatchewan. Hattie vestra.

Maki: 1907 Friðrik Þorfinnsson f. í Skagafjarðarsýslu 12. janúar, 1881, d. í Vatnabyggð 30. mars, 1947. Fred eða Frederick Thorfinson vestra.

Börn: 1. Sigurjón Arthur d. 29. júní, 1977 2. Þorfinnur Walter 3. Valgerður Elizabet Pearl.

Henrietta var dóttir Sigurjóns Sveinssonar og Valgerðar Sylvíu Þorláksdóttur, frumbyggja N. Dakota. Friðrik fór árið 1882, ársgamall, vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Þorfinni Jóhannessyni og Elísabetu Pétursdóttur og systkinum. Fjölskyldan settist að í Mountain í N. Dakota. Árið 1905 Friðrik hann land í Vatnabyggð í Saskatchewan um sama leyti og tengdafaðir hans, Sigurjón Sveinsson. Friðrik og Henrietta fluttu þangað ári síðar.