ID: 8417
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1923

Guðrún, Fanney, Ida og Hjálmar Mynd A Century Unfolds
Hjálmar Árnason: Fæddur í Goðdalasókn í Skagafjarðarsýslu 10.apríl, 1860. Dáinn 20. júní, 1923 í Nýja Íslandi
Maki: 1887 Guðrún Helgadóttir f. á Kristnesi í Eyjafjarðarsýsli árið 1865. Dáin 1923. Systir Sigríðar.
Börn: 1. Ida f. 27. október, 1899 2. Fanney f.
Fóru vestur árið 1888 og voru fyrst í Nýja Íslandi. Fluttu þaðan til Selkirk og vann Hjálmar þar við verslun í félagi við Jón Sigurðsson, svila sinn.
Þaðan fluttu þau í Hólabyggð árið 1892 og bjuggu á því um hríð. Keyptu betra land nærri Assiniboine ánni þar sem þau bjuggu til ársins 1912.
Seldi það land og keypti annað austur af Glenboro þar sem þau bjuggu í sex ár. Seldu lönd sín í Hólabyggð og fluttu í Árdals- og Framnesbyggð.
