
Hjálmur Frímann Daníelsson Mynd VÍÆ I
Hjálmur Frímann Daníelsson fæddist í Snæfellsnessýslu 12. október, 1882.
Maki: 10. ágúst, 1920 Hólmfríður Ólafsdóttir f. í Húnavatnssýslu 6. janúar, 1899. Freda Johnson vestra.
Barnlaus.
Hjálmur fór til Vesturheims árið 1894 með foreldrum sínum, Daníel Sigurðssyni og Kristjönu Jörundsdóttur og systkinum. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð. Hólmfríður var dóttir Ólafs Ólafssonar og Ragnheiðar Sigurrósar Bjarnadóttur sem vestur fluttu árið 1900. Hjálmur hóf nám í búfræðum árið 1909 við landbúnaðardeild Manitobaháskóla í Winnipeg. Lauk þaðan prófi árið 1915 og var skipaður búnaðarráðnautur í Millivatnasvæði Manitoba, með aðsetur í Arborg. Þar bjuggu foreldrar Hólmfríðar og þaðan lauk hún miðskólanámi og kennaraprófi. Þau voru bæði afar áhugasöm um íslenskan uppruna sinn og tóku mikinn þátt á margvíslegu félagsstarfi Íslendinga bæði í Nýja Íslandi og í Winnipeg.
