Hjörtur L Július

ID: 20172
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886

Hjörtur Levi Július fæddist í Glenboro í Manitoba 18. nóvember, 1886.

Maki: Helga Þorsteinsdóttir f. í S. Múlasýslu árið 1873.

Börn: 1. Karl f. 1914.

Hjörtur var sonur hjónanna Hans Guðbrandssonar og Lilju Guðmundsdóttur landnema í Argyle byggð í Manitoba og seinna í N. Dakota. Hann flutti á Point Roberts tangann árið 1918 þar sem hann keypti 80 ekrur lands. Helga var dóttir Þorsteins Antoníusarsonar og Sigríðar Erlendsdóttur, landnema í Argyle byggð. Hjörtur og Helga bjuggu alla tíð á Point Roberts.