Hólmfríður Jósepsdóttir fæddist í Snæfellsnessýslu 26. maí, 1857.
Maki: 1885 Pétur Bjarnason fæddist í Gullbringusýslu 21. nóvember, 1854. Dáinn í Arborg, Manitoba 19. ágúst, 1921.
Börn: Með fyrri manni: 1. Guðrún Jónsdóttir f. 1879. Með Pétri: 1. Pétur Kristján f. 9. apríl, 1885 2. Sigurlaug, dó ung 3. Jónína f. 27. nóvember, 1890 í Mikley 4. Bjarni f. 6. október, 1895.
Hólmfríður fór vestur árið 1882, ekkja, til Winnipeg í Manitoba með Guðrúnu þriggja ára. Guðrún giftist Pétri Valdimar Sveinssyni úr Barðastrandarsýslu og bjuggu þau í Lundarbyggð. Hólmfríður flutti í Mikley og bjó þar til ársins 1893 þá fluttu þau í Ísafoldarbyggð og bjuggu þar til ársins 1903. Fluttu þá í Lundarbyggð og bjuggu þar til ársins 1919 en þá seldi Pétur landið og þau bjuggu síðast í Arborg.
