Ingibjörg Dóróthea Erlendsdóttir fæddist í Gullbringusýslu 14. mars, 1876. Dáin í Blaine 9. júlí, 1948.
Maki: 1907 Guðbjartur Kárason f. 6. maí, 1872 í Strandasýslu, d. í Stafholti í Blaine,Washington 12. september, 1962.
Börn: 1. Maríus Ágúst f. 8. ágúst, 1909 í Blaine, d. 21. september, 1937 2. Halldór Karl (Carl) f. 13. janúar, 1914 3. Erlendur Helgi f. 4. febrúar, 1916.
Ingibjörg fór vestur til Winnipeg árið 1900 með móður sinni, ekkjunni Maríu Gísladóttur. Þær settust að í borginni og bjó Ingibjörg þar í fimm ár fór svo þaðan vestur til Point Roberts árið 1905 þar sem hún kynntist Guðbjarti. Hann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1902. Þar bjó hann í þrjú ár, fór þaðan vestur að Kyrrahafi þar sem hann vann við húsbyggingar á ýmsum stöðum. Settist að í Blaine í Washington árið 1907 og bjó þar síðan.
