Ingibjörg Guðmundsdóttir

ID: 1337
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1944

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Árnessýslu árið 1853. Dáin í Winnipeg 9. ágúst, 1944.

Maki: 1) Helgi Jónsson f. 1852 í S. Múlasýslu, d. í Saskatchewan árið 1887 2) 1889 Bjarni Davíðsson f. 18. september, 1855, d. 9. mars, 1928. Westmann

Börn: Með Bjarna 1. Davíð Albert.

Ingibjörg flutti vestur til Winnipeg árið 1876. Þar giftist hún Helga og bjuggu þau í bænum til ársins 1886. Þá fluttu þau vestur til Shellmouth þar sem Helgi opnaði verslun og var Ingibjörg verslunarstjórinn. Þaðan lá svo leið þeirra ári síðar vestur í Langenburg þar sem Helgi reisti íbúðarhús og verslunarhús. Samstarfsmaður hans var Bjarni Davíðsson. Helgi var þegar hér var komið orðinn býsna veikur og þarna lést hann um haustið. Ári síðar flutti Bjarni verslunina til Churchbridge og þar gengu þau í hjónaband, Ingibjörg og hann. Ingibjörg flutti til Winnipeg á efri árum.