Ingimundur Jónsson

ID: 1402
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1940

Ingimundur Jónsson Mynd FVTV

Ingimundur Jónsson fæddist í Rangárvallasýslu 24. ágúst, 1868. Dáinn 10. janúar, 1940 í San Diego, Kalifornia. Ingimundur breytti nafni sínu í Ingimore sem seinna var svo stytt í Im Johnson.

Maki: 1)  27. nóvember, 1891 Hildur Árnadóttir f, 9. júlí, 1873 í Vestmannaeyjum d. 25. júní, 1918 í Leathbridge í Alberta, Kanada. 2) 12. júní, 1919 Rannveig Þórarinsdóttir f. 22. september, 1875 í V. Skaftafellssýslu, d. 6. apríl, 1955. Hún var ekkja eftir Gísla Gíslason.

Börn: Með Hildi 1. John Edmond f. 1893, d. 1895 2. Erick Ingimore f. 1895, d. 1992 3. Vigdís f, 1897, d. 1978 4. Þórdís (Thordis) f. 1900, d. 1953 5. Edwin f. 1903, d. 1972 6. Arnie f. 1906, d. 2001 7. Harold Monroe f. 1908, d. 1963 8. Leo Dean f. 1911, d. 1996 9. Stanley f. 1915.

Ingimundur fór vestur til Spanish Fork í Utah árið 1886 með foreldrum sínum, Jóni Ingimundarsyni og Þórdísi Þorbjörnsdóttur og systkinum. Hildur hafði farið þangað árið 1880 með móður sinni, Vigdísi Jónsdóttur. Hildur og Ingimundur fluttu til Alberta í Kanada árið 1903, námu land nærri Taber. Rannveig fór vestur til Utah með foreldrum sínum árið 1883 og flutti þaðan til Alberta. Hún og Ingimundur settust seinna að í San Diego í Kaliforníu þar sem Ingimundur vann við húsbyggingar.