Ingunn E Gunnlaugsdóttir

ID: 17031
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1956

Ingunn Elín Gunnlaugsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 23. janúar, 1880. Dáin í Vatnabyggð 3. desember, 1956.

Maki: Magnús Oddson fæddist 18. desember, 1877 í Dalasýslu. Dáinn í Saskatchewan 20. nóvember, 1959.

Börn: 1. Margrét f. 12. október, 1899 2. Oddur f. 2. apríl, 1903 3. Gunnlaugur 4. Sigurlaug.

Ingunn flutti vestur til N. Dakota árið 1883 með foreldrum sínum, Gunnlaugi Sakkeussyni og Sigurlaugu Sigurðardóttir. Faðir hennar dó skömmu eftir komuna vestur og var Ingunn þá tekin í fóstur af Birni Illugasyni og konu hans. Magnús fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 með foreldrum sínum og systkinum. Hann ólst upp hjá þeim í Hallsonbyggð í N. Dakota og var þeim samferða í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905.  Hann nam land norðan við Wynyardbæ og bjó þar. Árið 1936 fluttu þau í Washingtonríki og settust að skammt norðan við Blaine.