Jakob Björnsson

ID: 13293
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Jakob Björnsson Mynd A Century Unfolds

Stefanía Friðrikka Stefánsdóttir Mynd A Century Unfolds

Jakob Björnsson: Fæddur í Skagafjarðarsýslu árið 1879.

Maki: Stefanía Friðrikka Stefánsdóttir f. 1883 í N. Múlasýslu. Dáin 1942.

Börn: 1. Baldur f. 24. júní, 1922. 2. Björg f. 1926. Dáin 1952.

Jakob for vestur með foreldrum sínum, Birni Abrahamssyni og Björgu Vilhelmínu Pétursdóttur árið 1903.

Hann bjó á landi foreldra sinna í Framnesbyggð. Á sumrin stundaði hann vinnu í Winnipeg.

Stefanía fór vestur árið 1905 og giftist Kristjáni G Johnson frá Hallson í N. Dakota. Bjuggu þar en fluttu seinna í Framnesbyggð.

Sneru aftur til N. Dakota en skildu og fór Stefanía norður í Framnesbyggð með börn sín tvö, Sveinbjörn og Ingu og bjó hjá Jakobi og foreldrum hans.