Jakob Friðriksson

ID: 16971
Fæðingarár : 1895

Jakob Friðriksson Mynd VÍÆ I

Jakob Friðriksson fæddist á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 23. maí, 1895.

Maki: 23. september, 1916 Steinunn Eiríksdóttir f. í Manitoba 3.maí, 1894.

Börn: 1. Jakobína f. 6. maí, 1915, d. 1924 2. Friðrik f. 3. ágúst, 1922 3. Rubina Evelyn f. 19. mars, 1926 4. Robert Lorne f. 16. desember, 1929.

Jakob flutti til Vesturheims árið 1910 og var fyrst í Winnipeg. Var rúmt ár í Kandahar í Saskatvhewan en sneri aftur til Winnipeg árið 1912 og vann við verslun til ársins 1925. Hann var starfsmaður hjá járnbrautarfélaginu C.N.R. árin 1927 – 1943. Það ár hóf hann störf hjá Kanadastjórn í Winnipeg. Var virkur í samfélagsmálum landa sinna í Manitoba alla tíð.