
Jakobína Jakobsdóttir Mynd VÍÆ III
Jakobína Jakobsdóttir fæddist 28. september, 1894 á Bjarnastöðum í Hekklabyggð í Muskoka, Ontario. Jakobína (Bena) J. Grenke í hjónabandi.
Maki: 11. júní, 1919 Emil William Grenke f. í Hekklabyggð 6. desember, 1889, d. 17. október, 1931.
Börn: 1. Eileen Jórunn f. 15. febrúar, 1920 2. Audrey Bernice f. 12. júlí, 1922 3. Vernon Emil f. 2. júlí, 1924 4. Bena Merle f. 5. apríl, 1926 5. Norma Dawn f. 16. febrúar, 1928 6. Murray Gordon f. 29. nóvember, 1929.

Audrey Bernice Mynd VÍÆ III

Vernon Emil Mynd VÍÆ III

Bena Merle Mynd VÍÆ III

Norma Dawn Mynd VÍÆ III

Murrey Gordon Mynd VÍÆ III
Jakobína var dóttir Jakobs Einarssonar og Jórunnar Pálsdóttur, landnema í Muskokabyggð í Ontario. Hún var kennari í heimabyggð sinni í þrjú ár áður en hún gekk í hjónaband. Hún og Emil áttu þar heima þar til hann dó. Hún flutti þá til Bracebridge í Ontario og seinna til Milton, annars bæjar í Ontario. Þar vann hún við bókhald til ársins 1962. Árið eftir heimsótti hún Ísland með Guðrúnu systur sinni.

Eileen Jórunn Mynd VÍÆ III