ID: 4199
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1923
Jens Egilsson Laxdal fæddist 18. janúar, 1854 í Dalasýslu. Dáinn í Saskatchewan 6. október, 1923. Laxdal vestra.
Maki: Guðfríður Guðmundsdóttir f. 12. ágúst, 1856 í Dalasýslu.
Börn: 1. Egill f. 23. júní, 1883, d. 27. ágúst, 1954 2. Margrét f. 17. september, 1884, d. 21. febrúar, 1957.
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Þar voru þau fyrsta veturinn en námu land í Þingvallabyggð í Saskatchewan um vorið 1889 og bjuggu þar til ársins 1897. Fluttu þaðan til Strathclair í Manitoba þar sem þau voru til ársins 1910. Þá lá leiðin í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem þau námu land í Kandahar/Dafoe byggð. Bjuggu þar í sjö ár en þá bilaði heilsa Jens og fluttu þau þaðan til Winnipeg. Enduðu síðan aftur í Vatnabyggð og settust að í Wynyard.
