
Jóhann Björnsson Dalman Mynd RbQ
Jóhann Björnsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1886. Dalmann vestra.
Maki: 23. júní, 1913 Guðrún Þóra Jakobsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1893.
Börn; 1. Kristófer (Christopher) 2. Fjóla May 3. Emilia 4. Björn Jakob 5. Helga 6. Jóhann 7. Oddur 8. Gunnlaugur f. 1923 9. Óskar (Oscar) f. 1928 10. Norman f. 3. desember, 1932.
Jóhann fór vestur árið 1905 til Winnipeg í Manitoba. Vann í Argyle en nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907. Seldi seinna en keypti svo annað í Kandahar/Dafoe byggð. Hann fór til Íslands árið 1912 og sótti konu og móður sína í Dalabæ í Eyjafjarðarsýslu. Þegar þau komu í Vatnabyggð keypti Jóhann land suðaustan við Kandahar og kom því í rækt. Gríðarlegt haglél árið 1916 eyðilagði uppskeru á stóru svæði svo hann skilaði landinu og flutti á land móður sinnar.
