
Séra Jóhann Friðriksson Mynd VÍÆ IV
Jóhann Friðriksson fæddist í Þórshöfn í N. Þingeyjarsýslu 18. nóvember, 1899.
Maki: 1) 7. september, 1926 Kristrún Guðmundína Jónsdóttir f. í Riverton 3. apríl, 1896, d. 15. ágúst, 1927 2) Tina Marie Larson, norskrar ættar d. í Glenboro 13. júlí, 1959 3) 25. janúar, 1961 Jensína Guðbjörg Halldórsdóttir f. 2. júní, 1899.
Börn: Með Kristrúnu 1. Chris Guðmundur f. 15. ágúst, 1927. Með Tina 1. Joanne Evangeline f. í N. Dakota 22. október, 1929 2. Allan Björn f. í Seattle 28. janúar, 1932 3. Nyel August f. í Lundar 25. september, 1933 4. Vivian Laufey f. 10. júní, 1935 5. Barbara Doris f. í Deloraine í Manitoba 24. febrúar, 1937 6. Stellamae f. Deloraine 10. ágúst, 1939. Sonur Jensínu og fyrri manns hennar 1. Harvey Jón Ólafur f. í Churchbridge í Saskatcewan 30. júlí, 1937.
Jóhann ólst upp á Íslandi hjá ættingjum, foreldrar hans, Friðrik Guðmundsson og Þorgerður Jónsdóttir fluttu til Vesturheims árið 1905. Friðrik heimsótti Íslands árið 1919 og fór Jóhann með honum vestur sama ár. Þar varð Jóhann prestur og þjónaði íslenskum söfnuðum víða í Manitoba, einnig í Alberta og Saskatchewan.
