Jóhann M Bjarnason

ID: 14317
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1945

Jóhann Magnús Bjarnason Mynd VÍÆ 3

Guðrún Hjörleifsdóttir Mynd VÍÆ3

Jóhann Magnús Bjarnason: Fæddur í S. Múlasýslu 24. maí,1866. Dáinn 8. september, 1945 í Elfros í Saskatchewan.

Maki: 1887 Guðrún Hjörleifsdóttir f. í V. Skaftafellssýslu 6. nóvember, 1865, d. 10. ágúst, 1945.

Börn: Fósturbarn Alice Juliet. Átti enskan föður en Jónína Stefánsdóttir hét móðirin. Guðrún og Jóhann tóku barnið að sér fjögurra mánaða. Jónína flutti vestur árið 1878 úr S. Þingeyjarsýslu.

Jóhann flutti með foreldrum sínum vestur árið 1875 og fór fjölskyldan til Marklands í Nova Scotia. Þaðan flutti Jóhann til Winnipeg 1882. Hann var ráðinn kennari í Árnesi í Nýja Íslandi árið 1889 en 1894 tók hann landið í Geysirbyggð, nefndi það Arnheiðastaði og bjó þar í níu ár. Kenndi í N. Dakota 1904-05 og svo víða í Kanada. Settist að í Elfros árið 1922.