Jóhann Ó Jónsson

ID: 19676
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Jóhann Ólafur Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1877.

Foreldrar hans, Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir og systkini fóru vestur um haf um aldamótin og trúlega hefur Jóhann farið um líkt leyti. Um hann segir í Almanaki 1930 í umfjöllun Finnboga Hjálmarssonar um landnema á Red Deer Point og Winnipegosis; ,,Jóhann Jónsson Norman, bróðir Péturs Norman bjó nokkur ár á Tanganum, flutti þaðan og býr nú að ég held vestur á Kyrrahafsströnd.“ Frekari upplýsingar vantar um hagi Jóhanns vestra.