ID: 19892
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1951
Jóhanna Einarsdóttir fæddist í Lyon sýslu í Minnesota 30. ágúst, 1891. Dáin í Manitoba 3. nóvember, 1951.
Maki: 27. september, 1909 Sigurjón Jónasson fæddist 15. apríl, 1871 í Eyjafjarðarsýslu, d. 21. október, 1954 Lundarbyggð í Manitoba.
Barnlaus.
Jóhanna var dóttir Einars Guðmundssonar Borgfjörð frá Borgarfirðir eystri og Þórstínu Þorsteinsdóttur sem vestur fluttu til Minnesota árið 1890. Sigurjón flutti til Manitoba árið 1891 og fór til móður sinnar, Ólafar Sigurðardóttur og hennar seinni manns, Bjarna Guðmundssonar. Þar var Sigurjón í 11 ár og stundaði fiskveiðar. Árið 1902 settist hann að í Poplar Park þar sem hann bjó í fimm ár. Flutti í Mary Hill sveit skammt frá Lundar árið 1907. Var þar bóndi og fiskimaður til æviloka .
