Jóhanna Guðmundsdóttir

ID: 14894
Fæðingarár : 1867
Dánarár : 1904

Jóhanna Guðmundsdóttir Mynd IRS (Best & Co., 1 McWilliam St, Wpg)

Jóhanna Guðmundsdóttir fæddist 8. ágúst, 1867 í Dísastaðaseli í Breiðdal í S. Múlasýslu. Dáin í Fljótsbyggð 18. júlí, 1904 í Nýja Íslandi.

Ógift og barnlaus.

Jóhanna var dóttir Guðmundar Marteinssonar og fyrstu konu hans, Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Tóarseli í S. Múlasýslu. Jóhanna missti móður sína fljótlega eftir fæðingu, fylgdi föður sínum og stjúpmóður sinni, Kristínu Gunnlaugsdóttur til Vesturheims árið 1878. Jóhanna bjó hjá þeim í fyrstu í Nýja Íslandi, en flutti til Winnipeg árið 1899. Var í heimsókn hjá Helgu, hálfsystur sinni í Nýja Íslandi, þegar hún lést.