Jóhanna Jónsdóttir

ID: 2838
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1916

Jóhanna Jónsdóttir og Pétur Valgarðsson Mynd FVTV

Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. maí, 1849. Dáin í Spanish Fork 16. mars, 1916. Hannah Valgardson í Spanish Fork.

Maki: 1) 5. nóvember, 1871 Guðmundur Guðmundsson f. 22. nóvember, 1847, d. 10. febrúar, 1890 2) 10. janúar, 1894 Pétur Valgarðsson f. 31. desember, 1842, d. 14. október, 1918.

Börn: Með Guðmundi átti Jóhanna 7 börn, eitt lifði og fór vestur: Margrét Jónína f. 5. apríl, 1874, d. 20. nóvember, 1891 í Spanish Fork. Með Pétri 1. John Peter f. 22. janúar, 1895, d. 1969 í Taber í Alberta, Kanada.

Jóhanna fór ekkja vestur til Spanish Fork í Utah með dóttur sína Margréti árið 1891. Hún bjó þar fyrstu árin, flutti með Pétri til Taber í Alberta í Kanada þar sem þau bjuggu til ársins 1910. Þá fluttu þau til baka til Spanish Fork.