Jóhanna Þ Jónatansdóttir

ID: 14256
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1948

Jóhanna Þórunn Jónatansdóttir fæddist 18. nóvember, 1872 í S. Múlasýslu. Dáinn 13. apríl, 1948. Joan Thorunn Peterson vestra.

Maki: 7. október, 1904 í Minneapolis;  Björn Björnsson f. 29. maí, 1873 í N. Múlasýslu, d. í Marshall í Minnesota 3. september, 1929. Bjorn B. Gislason vestra.

Börn: 1. Brentwood f. 1. ágúst, 1904 2. Rose Joan f. 18. ágúst, 1906 3. Sidney Payson f. 22. maí, 1908 4. James f. 1912, d. 1935.

Björn flutti vestur til Minnesota árið 1879 með foreldrum sínum, Birni Gíslasyni og konu hans, Aðalabjörgu Jónsdóttur og systkinum. Þau settust að í Lyon sýslu. Björn ólst þar upp, gekk menntaveginn og lauk laganámi frá University of Minnesota árið 1900. Stundaði lögfræðistörf í Minneota og bjó þar. Jóhanna flutti til Minnesota árið 1878 með sínum foreldrum, Jónatan Jónatanssyni og Kristínu Jónsdóttur og systkinum. Jónatan lagði áherslu á menntun barna sinna og varð Jóhanna fyrsta, íslenska, stúlkan til að ljúka prófi frá University of Minnesota.