ID: 19341
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1918

Jóhannes Árnason Mynd SÍND

Sigríður með systurdóttur sína Mynd SÍND
Jóhannes Árnason fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1853. Dáinn í Manitoba árið 1918.
Maki: Sigríður Sigurðardóttir f. 1853 í Skagafjarðarsýslu, dáin 1943.
Barnlaus.
Jóhannes fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og áfram til Nýja Íslands. Hann flutti þaðan suður í Akrabyggð í N. Dakota. Bróðir hans, Ólafur sem kvæntur var Ragnheiði Ósk, systur Sigríðar konu Jóhannesar flutti vestur þangað í byggðina árið 1887 og höfðu þeir bræður samyrkjubú eftir það. Þeir fluttu saman í Brownbyggð í Manitoba árið 1899.
