Jóhannes Jónasson

ID: 7810
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1934

Jóhannes Jónasson og Björg Ólafsdóttir Mynd Sínd

Jóhannes Jónasson var fæddur 30. apríl, 1851 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í N. Dakota 31. júlí, 1934.

Maki: 1) 1880 Sigríður Þorláksdóttir, d. 1883 2) 1889 Björg Ólafsdóttir f. 24. nóvember, 1849 í Skagafjarðarsýslu. Dáin 9. febrúar, 1931

Börn: Með Björgu 1. Jónas Ólafur 2. Sigurjón Júlíus 3. Magnús 4. Anna Margrét 5. Jóhanna Sigurbjörg. Björg átti Arnljót Ólafsson með fyrri manni sínum.

Jóhannes fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876. Var einn vetur í Nýja Íslandi en vann næstu árin hér og hvar í Manitoba. Hann flutti suður til N. Dakota árið 1880 og nam fyrst land í Pembinafjöllum en flutti þaðan seinna í Víkurbyggð. Björg fór ekkja vestur með son sinn Arnljót árið 1883. Henni samferða var hálfbróðir hennar Sigurjón Eiríksson.