Jóhannes Pálsson

ID: 6678
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Dr. Jóhannes Pálsson Mynd VÍÆ II

Jóhannes Páll Pálsson fæddist á Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu 13. maí, 1881.

Maki: 7. október, 1910 Sigríður Sigfúsdóttir f. 7. desember, 1888.

Börn: 1. Haraldur Magnús f. 18. júlí, 1911 2. Thora f. 26. ágúst, 1912 3. Sigrún Oktavia f. 7. febrúar, 1914 4. Guðrún Salin f.  5. mars, 1918

Jóhannes flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1894. Hann lauk kennaraprófi í Winnipeg árið 1903 og kenndi á ýmsum stöðum í fylkinu svo sem Ísafold, Hnausum og Geysi en árin 1907 ö1908 kenndi hann við svonefndan Grandy skóla í Wynyardbyggð í Saskatchewan. Nam þar land og bjó þar. Flutti þaðan til Winnipeg  og lauk læknisprófi  frá Manitobaháskóla árið 1909. Hann var læknir í Nýja Íslandi árin 1909-1918, Elfros í Saskatcewan 1918-1930, Langham í Saskatchewan 1930-1932 og loks Broden í Saskatchewan 1932-1946. Settist þá að í Calgary í Alberta þar sem hann bjó í átta ár en flutti þaðan út í Vancouvereyju í Bresku Kolumbíu.