Jóhannes Sigurðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 11. október, 1839. Dáinn í Ballard í Washingtonríki 30. mars, 1910.
Maki: 1) 1864 Guðrún Jónasdóttir f. 27. október, 1837 í Eyjafjarðarsýslu, d. í N. Dakota eftir 1880. 2) Guðbjörg Gísladóttir f. í Húnavatnssýslu 10. júlí, 1847, d. í Washington ríki árið 1930.
Börn: Með Guðrúnu: 1. Pétur f. 1865, d. 1867 2. Gunnlaugur f. 1866 3. Petrea f. 1867 4. Pétur f. 1869 5. Pálmi f. 1871, d. 1872 6. Pálína f. 1873, d. trúlega 1875 7. Karl f. 1878 d. í Seattle árið 1902. Sagt er að öll börnin, að Pétri undanskildum, hafi dáið fyrir 1930.
Þau fluttu vestur um haf til Kinmount í Ontario í Kanada árið 1874 og settust svo að í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi árið 1876. Um vorið 1881 fluttu þau suður til N. Dakota þar sem þau bjuggu til ársins 1889 en þá fóru þau vestur að Kyrrahafi. Þar lentu þau í brunanum mikla í Seattle sem miklu tjóni olli en þau þraukuðu og náðu sér svo á strik í Ballard eftir 1896.
