Jón Einarsson

ID: 2330
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1947

Jón Einarsson Mynd WtW

Hallbjörg situr en Halldóra (hærri) og vinkona hennar, Gerða Thordarson standa. Mynd WtW

Jón Einarsson fæddist 2. ágúst, 1860 í Borgar-fjarðarsýslu. Dáinn í Winnipeg 17. október, 1947.

Maki: Hallbjörg Halldórsdóttir f. 1859, d. 9. mars, 1939 í Lundarbyggð.

Börn: 1. Halldóra Ingibjörg f. í New Jersey 27. nóvember, 1893.

Jón og Hallbjörg sigldu vestur til Bandaríkjanna árið 1887 og fékk Jón vinnu í Seyreville í New Jersey. Þaðan fluttu þau til Manitoba árið 1897 og mun ástæðan hafa verið veikindi Halldóru sem illa þoldi rakann á austurströndinni. Þurra loftið í Manitoba átti eftir að reynast henni vel. Jón nam land í Lundarbyggð og bjó þar til ársins 1939 en flutti þá til Winnipeg.