
Jón Eiríksson Mynd VÍÆ II
Jón Eiríksson fæddist 30. nóvember, 1880 í Odda í Fljótsbyggð. Dáinn 3. ágúst, 1965.
Maki: 1. júní, 1910 Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir f. í Borgarfirði Eystri 30. júní, 1880. Austmann vestra.
Börn: 1. Jón Aðalsteinn Eiríkur f. 15. júlí, 1922 2. Guðlaug Helga (Lóa) f. 22. ágúst, 1915.
Jón var sonur Eiríks Eymundssonar og Helgu Jóhannesdóttur er vestur fluttu árið 1878. Fóru fyrst í Fljótsbyggð en flúðu þaðan 1880 vegna mikilla flóða í Nýja Íslandi og settust að í N. Dakota. Sneru aftur í Odda í Fljótsbyggð árið 1882. Jón ólst upp í Fljótsbyggð þar sem hann stundaði alls kyns flutninga á ánni og svo seinna vatninu. Hann annaðist póstflutninga í 13 ár, var skipsstjóri en sneri sér seinna að landbúnaði og bjó þar sem hét Akranes í Riverton.