Jón G Pálmason

ID: 6520
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Jón Gottvill Pálmason fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1849.

Ókvæntur.

Barn: 1. Guðmundur, upplýsingar um hann vantar.

Hann fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og dvaldi þar til ársins 1875. Fór vestur til Nýja Íslands árið 1875 þar sem hann bjó til ársins 1878 en þá f

ór hann til Winnipeg. Þaðan lá leið hans í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1881 þar sem hann nam land og bjó í tíu ár. Næst freistaði hann gæfunnar á nýju landi í Markervillebyggð í Alberta árið 1891 þar sem hann var til ársins 1903 en þá flutti hann austur til höfuðborgar Kanada, Ottawa þar sem hann vann við þýðingar og ritstörf. Hann gaf meðal annars út ágrip af sögu Íslands. Árið 1909 flutti hann svo aftur til Mountain í N. Dakota.