Jón Gíslason

ID: 1286
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1912

Jón Gíslason og Ágústa Einarsdóttir

Jón Gíslason fæddist 12. desember, 1849 í Árnessýslu. Dáinn á Washingtoneyju 22. september, 1912.

Maki: 8. nóvember, 1877 Ágústa Einarsdóttir f. 27. maí, 1855 í Gullbringusýslu, d. á Washingtoneyju 20. desember, 1915.

Börn: 1. Evalyn f. 1878 2. Gilbert f. 1880 3. August f. 1882 4. Ellen f. 1884 5. Lawrence f. 1886 6. Charles f. 1890 7. Esther Mae f. 1891 8. Stella f. 29. júní, 1893, d. 23. nóvember,1911.

Jón Gíslason fór vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1870. Hann var samferða þremur öðrum Íslendingum og voru þeir fyrstu vesturfarar svonefnds Vesturfaratímabils 1870-1914. Jón fór með dönskum manni, Wilhelm Wickmann út í Washingtoneyju sama ár og þar keyptu þeir félagar land. Jón stundaði verslunarstörf í eynni um árabil og bjó þar alla tíð.