Jón H Björnsson

ID: 20360
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1919

Jón H Björnsson Mynd VÍÆ I

Jón Henrik Björnsson fæddist í Minneota 9. febrúar, 1919.

Maki: 8. mars, 1944 Matthildur Ragnarsdóttir Kvaran f. í Winnipeg 13. febrúar, 1923.

Börn: 1. Jón Ragnar f. 15. júlí, 1948 2. Henrik Thor f. 16. júní, 1951 3. Edda Ragnheiður f. 20. febrúar, 1956.

Jón Henrik var sonur Gunnars Björnssonar og Ingibjargar Ágústínu Jónsdóttur í Minneota, Minnesota. Þar ólst hann upp lauk miðskólaprófi frá John Marshall High School í Minneapolis árið 1937 og B.A. prófi frá University of Minnesota árið 1941. Gekk þá í herinn og var sendur til Íslands í júní, 1942 þar sem Edvard Hjálmar bróðir hans var yfir sérstakri skrifstofu Bandaríkjamanna varðandi fiskikaup. Þar vann Jón Henrik fram í mars, 1944, fór þá heim til Minnesota og gekk í liðsforingjaskóla Bandaríkjahers. Að námi loknu var hann sendur í otustur á meginlandi Evrópu. Að stríði loknu 1946 var hann ráðinn auglýsingastjóri Northwestern Bank í Minneapolis. Matthildur var dóttir séra Ragnars Kvaran og Þórunnar Hannesdóttur Hafstein.