Jón Halldórsson

ID: 6166
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1943

Jón Halldórsson: Fæddur 30. apríl, 1875 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Winnipeg 7. mars, 1943.

Maki: 2. mars, 1902 Anna Sigurðardóttir fædd árið 1880 í S. Múlasýslu, d. í Winnipeg 25. september, 1962.

Börn: 1. María Violet f. 30. desember, 1903 2. Ingibjörg f. 7. júní, 1905 3. Kristjón f. 13. apríl, 1907 4. Sigríður f. 23. mars, 1909 5. Halldór Þorbergur f. 23. nóvember, 1912 6. Guðfinna f. 24. janúar, 1915 7. Sigurbjörg Rose f. 1. maí, 1918.

Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba með Jónasi Jónssyni og fjölskyldu hans árið 1883 og fór til foreldra sinna, Halldórs Jónssonar og Ingibjargar Jónatansdóttur í Fljótsbyggð. Sama ár fór Anna vestur með sínum foreldrum, Sigurði Björnssyni og Guðfinnu Oddsdóttur, sem settust að í Ekru í Hnausabyggð. Jón keypti hús í Lundi (seinna Riverton) og þar bjuggu þau til ársins 1905 en seldu þá og tóku land í Víðir- og Sandhæðabyggð. Þau seldu það árið 1919 og fluttu til Riverton þar sem þau bjuggu til ársins 1941 en þá fluttu þau til Winnipeg.

Íslensk arfleifð :