ID: 14203
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1929
Jón Jónsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1879. Dáinn í Rochester í Minnesota 13. maí, 1929. John William Johnson vestra.
Maki: Sigurveig Árnadóttir f. í N. Múlasýslu árið 1888, d. St. Peter 7. mars, 1914.
Börn: 1. John Elmer f. 7. nóvember, 1903 2. Margrét Ruth Sigurbjörg f. 13. september, 1905 3. Syril f. 17. janúar, 1914, d. 29. desember, 1934.
Jón flutti vestur til Minnesota árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Maríu Ingibjörgu Jónsdóttur. Þau settust að í Lincoln sýslu og þar ólst Jón upp. Sigurveig var dóttir Árna Magnússonar og Sigurbjargar Árnadóttur sem seinna giftist Jóni Eyjólfssyni, föður Jóns. Jón og Sigurveig fluttu seinna til Minneapolis.
