Jón Jónsson

ID: 19682
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1944

Jón Jónsson Mynd A Century Unfolds

Jón Jónsson fæddist í A. Skaftafellssýslu árið 1874. Dáinn 24. júlí, 1944 í Winnipegosis.

Ókvæntur og barnlaus.

Fór vestur til Kanada árið 1893 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Þórdísi Halldórsdóttur og systrum sínum, Vilborgu og Halldóru. Fjölskyldan settist að í Ísafoldarbyggð í Nýja Íslandi en urðu þaðan að fara í byrjun 20. aldar vegna flóða. Þau settust að í Framnesbyggð en Jón fór svo þaðan til Winnipeg ásamt Vilborgu. Þar bjuggu þau til ársins 1928, fluttu þá til Winnipegosis.