ID: 4069
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Jón Júlíus Jónsson fæddist 5. júlí, 1878 í Snæfellsnessýslu. John Julius Johnson vestra.
Maki: 1903 Anna Jónsdóttir f. 1881 í Reykjavík, dáin 18. júní, 1958 í Vancouver.
Börn: 1. Otto Wathne f. 1905 2. Kristín f. 1914 d. níu mánaða.
Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum og systkinum. Anna var dóttir Jóns Oddssonar og Ragnheiðar Vigfúsdóttur. Hún var í Reykjavík árið 1890 en hefur eflaust farið vestur fyrir aldamótin. Þau settust að í Hólarbyggð í Saskatchewan og bjuggu þar á sínu landi frá 1903 til ársins 1943. Þaðan lá leiðin vestur í Alberta og seinna til Gimli í Manitoba. Þau munu hafa flutt þaðan vestur til Vancouver og Jón sneri aftur til Gimli, einsamall og var þar 1964.
