
Helgi, Kristrún, Bergþóra, Sesselja. Jón með drenginn Þorstein og Guðleif. Mynd A Century Unfolds
Jón Jónsson: Fæddur á Setbergi í Hornafirði í A. Skaftafellssveit 30.maí, árið 1864. Dáinn 1.apríl, 1928. Tók nafnið Hornfjörð vestra.
Maki: 1891 Guðleif Árnadóttir fædd 24.október árið 1865 Mjóafirði í N. Múlasýslu. Dáin 14.mars, 1951.
Börn: 1. Bergþór f. 1892. Dáinn 1894. 2. Bergþóra (Begga Pell) f.16.maí, 1894. Dáin 3.mars, 1940
3. Kristrún (Rúna) Guðmundína f. 3. apríl, 1896. Dáin 15. ágúst, 1927 4. Helgi f. 3.júlí, 1897
5. Sesselja f.12. febrúar, 1900 6. Þorsteinn f. 9. september, 1907 14. ágúst, d. 1924. Ólu upp fósturson Emil Sigurðsson f.2. september, 1892.
Fluttu vestur til Manitoba 1890. Settust að í Ísafoldarbyggð og bjuggu þar í 10 ár.
Fluttu á land sitt í Framnesbyggð 1901 og bjuggu þar í 20 ár. Fluttu vestur til Leslie, Saskatchewan árið 1922.
