ID: 19764
Fæðingarár : 1911
Fæðingarstaður : Seattle
Dánarár : 1961

Jón Ó. Jónasson Mynd VÍÆ III
Jón Ó. S. Jónasson fæddist í Seattle í Washington 1. nóvember, 1911. Dáinn 12. febrúar, 1961 í Kaliforníu. Jón Ó. S. Sigurdson vestra.
Maki: Margaret MacJohnson, upplýsingar vantar.
Börn: 1. Daryl f. 1940 2. Bonnie f. 1941.
Jón var sonur séra Jónasar Ara Sigurðssonar og seinni konu hans, Stefaníu Ólafsdóttir. Hann sleit barnsskónum vestur við Kyrrahaf, flutti svo austur í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1918 og til Selkirk í Manitoba árið 1927. Lauk læknisprófi frá Manitoba Medical College árið 1936. Gekk í Bandaríkjaher árið 1941 og var herlæknir á Kyrrahafssvæðinu og í Evrópu. Fékk lausn úr hernum árið 1951 og opnaði þá stofu í Los Angeles. Bjó þar til dauðadags.
