Jón Ólafsson

ID: 19400
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1961

Jón Ólafsson

Margrét Sigmarsdóttir

Jón Ólafsson fæddur 9. nóvember, 1871 í S. Múlasýslu. Dáinn á Gimli 22. september, 1961.

Maki: 2. ágúst, 1904 Margrét Sigmarsdóttir f. 30. desember, 1880 í S. Þingeyjarsýslu

Börn: 1. Jónína Kristín f. 24. ágúst, 1907 2. Albert Marinó f. 10. október, 1905, d. 31. maí, 1959 3. Hermann f. 11. maí, 1910 4. Esther Sigrún

Jón var sonur Ólafs Árnasonar og Margrétar Halldórsdóttur sem vestur fóru með barnahóp til Nýja Íslands árið 1876.  Fluttu þaðan til Hensel í N. Dakota árið 1882 eftir að hafa búið eitt ár í Winnipeg. Jón ólst upp í N. Dakota og vann seinna við hvað sem gafst þar í byggðum Íslendinga en flutti norður í Argylebyggð árið 1897 og vann mikið við húsbyggingar .ar í byggð á næstu árum. Hann settist að nýkvæntur í Glenboro og vann fyrstu árin við smíðar en árið 1911 keyptu þeir saman trjáviðar- og kolaverzlun sem þeir ráku með mikilli hagsýni undir nafninu Crowe & Olafson.  Hana seldu þeir árið 1927 og flutti Jón þá til Winnipeg.