
Jón Ólafsson
Jón Ólafsson fæddist í S. Múlasýslu 20. mars, 1850. Dáinn í Reykjavík 11. júlí, 1916.
Maki: 20. ágúst, 1878 Helga Eiríksdóttir f. 21. janúar,1860, d. 17. febrúar, 1925.
Börn: 1. Ólafur f. 1882 2. Sigríður f. 1883 3. Gísli f. 1888 4. Páll f. 1893 í Winnipeg. Sonur Jóns og Halldóru Guðmundsdóttur: Guðjón f. 1876. Sonur Jóns og Þóru Þorvarðardóttur: Kristján Austmann f. í Argylebyggð 25. september, 1890.
Jón flutti vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1873 og var þar til vors árið 1875. Sneri þá aftur til Íslands. Fór aftur til Vesturheims árið 1890 og gerðist ritstjóri í Winnipeg árin 1890–1894. Fór þá til Chicago og vann þar til ársins 1897 en fór þá aftur til Íslands og dvaldist í Reykjavík til æviloka. Með honum vestur fór Þóra, þá langt gengin með son þeirra Kristján. Helga fór á eftir manni sínum með börn þeirra þrjú.
