Jón Ólafsson

ID: 4173
Fæðingarár : 1828
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1890

Jón Ólafsson fæddist 15. janúar, 1828 í Dalasýslu. Dáinn í Saskatchewan 15. ágúst, 1890.

Maki: Kristbjörg Bergþórsdóttir f. 13. ágúst, 1832 í Dalasýslu, d. 13. desember, 1894 í Saskatchewan.

Börn: 1. Bergþór Ólafur f. 21. september, 1853, d. 25. júní, 1909 2. Björn Hallgrímur f. 24. nóvember, 1857, d. 27. maí, 1936 3. Benedikt f. 17. nóvember, 1862, d. 20. apríl, 1917 4. Ása Solveig f. 7. júlí, 1876, d. 1945.

Jón og Kristbjörg fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með Ásu dóttur sína. Bergþór Ólafur sonur þeirra hafði farið vestur þangað með sína konu árið 1886. Jón fór vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan sama ár og dvöldu þau hjón með Ásu hjá Tómasi Pálssyni fyrsta veturinn. Næsta vor nam hann land í byggðinni.