Jón Sigurðsson

ID: 14076
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1935

Jón Sigurðsson Mynd Hnausa Reflections

Jón Sigurðsson fæddist 1. september, 1870 á Mýrum í Skriðdal í S. Múlasýslu. Dáinn 17. maí, 1935.

Maki: 1)  1893 Kristín Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 13. febrúar, 1860. Dáin 30. maí, 1909. 2) 1921 Sigrún Sumarrós Sigvaldadóttir f. í Eyjafjrðarsýslu 20. júlí, 1892 d. 20. janúar, 1977 í Gimli.

Börn: 1. Sigurbjörg Isabella f. 1894 2. Valdimar f. 1896.  Með seinni konu 1. Bergþóra 2. Baldvin 3. Guðfinna Oddný 4. Guðrún 5. Jón 6. Torfi 7. Sigurður 8. Björn 9. Helga 10. Albert Franklín

Jón fór vestur með foreldrum sínum árið 1883 og settust þau að á Ekru í Hnausabyggð. Þar ólst Jón upp og bjó þar með Kristínu.  Hann flutti á land sitt í Víðir-og Sandhæðabyggð árið 1905. Þar var sett upp pósthús sem Jón nefndi Víðir. Hann sá um póstþjónustu milli Árborgar og Víðir- og Sandhæðabyggðar.